Netaspil

Netaspil Netaspilið er hannað fyrir litla báta og er mikið notað hérlendis sem grásleppuspil.
Spilið er með þrjá 200cc mótora til að knýja þrjú mismunandi kefli. Öll þessi kefli eru úr áli með ásoðnu gúmmíi til að auka viðnámið. Spilið er allt búið til úr áli og er því létt miðað við stærð. Netaspilið situr á fæti sem er eins og fótur og er undir línuspilinu SV-10B. Á sama hátt og línuspilinu er netaspilinu snúið inn og út um snúningsöxulinn sem gengur ofan í fótinn. Þegar búið er að koma spilinu fyrir um borð í bátnum er smíðað úrgreiðsluborð fyrir aftan spilið. Netaspilið dregur netið inní bátinn og skilar því frá sér niður á úrgreiðsluborðið þar sem fiskurinn er greiddur úr og netið síðan dregið aftur í bátinn til lagningar á ný. Ef ekki er við það kúlukarl þarf mann til að draga af því. Mótorarnir eru allir raðtengdir saman og þarf aðeins 25 lítra vökvadælu til að knýja það áfram.